Aðdáendur fari til helvítis

Jackson með vinkonu sinni Elizabeth Taylor.
Jackson með vinkonu sinni Elizabeth Taylor.

Stjórn­ar­formaður enska knatt­spyrnuliðsins Ful­ham í London, Mohammed Al Fayed, sagði aðdá­end­um liðsins að „fara til hel­vít­is“ á sunnu­dag ef þeim líkaði ekki við nýju stytt­una af popp­stjörn­unni Michael Jackson fyr­ir utan leik­vang liðsins.

Ýmsir stuðnings­menn Ful­ham lýstu yfir furðu sinni og óánægju þegar stytt­an var af­hjúpuð í vest­ur London fyr­ir leik Ful­ham og Blackpool í dag.

„Þetta læt­ur liðið líta fá­rán­lega út. Ég hélt að þetta væri aprílgabb,“  sagði einn þeirra fyr­ir leik­inn.

Al Fayed brást hinn versti við slík­um at­huga­semd­um. „Ef sum­ir stuðnings­menn átta sig ekki á því og kunna ekki að meta hvers kon­ar gjöf þessi maður [Jackson] gaf heim­in­um geta þeir farið til hel­vít­is.“

„Ég vil ekki slíka stuðnings­menn,“  bætti hann við. „Þeir geta farið og haldið með Chel­sea eða bara ein­hverju öðru liði.“

Jackson heit­inn var mik­ill vin­ur Al Fayed en sýndi knatt­spyrnu lít­inn áhuga og aðeins er vitað til þess að hann hafi einu sinni fylgt vini sín­um á völl­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér gæti fundist einhver vera að senda þér misvísandi skilaboð í dag. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér gæti fundist einhver vera að senda þér misvísandi skilaboð í dag. Best er er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell