Fyrrum trymbill Manowar látinn

Manowar á tónleikum árið 2007.
Manowar á tónleikum árið 2007. mbl.is

Scott Columbus, fyrrum trymbill þungarokkssveitarinnar Manowar, lést í dag. Ross Friedman, gítarleikari hljómsveitarinnar, sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og unnusta Columbus staðfesti fréttirnar. Columbus var 54 ára gamall.

Frá þessu segir á fréttavef Blabbermouth.

Columbus barði húðir í Manowar á átta hljóðversplötum hennar á tímabilunum frá 1983 til 1991 og frá 1995 til 2008. Í fyrra skiptið sem hann hætti var opinbera skýringin veikindi sonar hans en Columbus gaf síðar í skyn að það hefði aðeins verið yfirvarp án þess þó að gefa upp hina raunverulegu ástæðu. Í seinna skiptið sagði hann skilið við sveitina vegna deilna við bassaleikara sveitarinnar, Joey DeMaio. Í viðtali frá í fyrra sagðist Columbus þó eiga í góðu sambandi við fyrrum hljómsveitarfélaga sína, þar á meðal Demaio.

„Ég átt langan og undursamlegan feril með Manowar; ég sé ekki eftir neinu, þetta er bara lífið að halda áfram,“ sagði Columbus um brotthvarf sitt úr sveitinni í sama viðtali.

Á Facebook-síðu Manowar segir um fráfall Columbus:

„Með mikilli sorg tilkynnum við um andlát bróður okkar Scott Columbus. Sjaldgæfur hæfileikamaður, jafnsjaldgæfur einstaklingur, faðir, vinur og bróðir þungarokksins. Allar stórkostlegu stundirnar sem við áttum saman eru greypt í hjörtu okkar og minni að eilífu. Við vitum að hann er á góðum stað og nýtur friðar. Hann mun aldrei gleymast.“

Ekki liggur fyrir hvert banamein Columbus var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir