Íslenska pylsan slær í gegn

Haschka segist hafa heyrt því hvíslað að leyndarmál pylsunnar sé …
Haschka segist hafa heyrt því hvíslað að leyndarmál pylsunnar sé bjór í suðuvatninu. Jim Smart

Á matarvef Huffington Post eru nú færðar líkur fyrir því að íslenska pylsan sé sú besta í heimi og Bæjarins beztu mekka pylsunnar.

Það er Victoria Haschka, matar- og ferðapistlahöfundur, sem fer svo fögrum orðum um þennan íslenska þjóðarrétt en hún fer ítarlega yfir hráefni hinnar fullkomnu pylsu, kennir hvernig panta á „eina með öllu“ og gefur meira að segja uppskrift að remúlaði, sem hún segir í raun bragðbætt majónes.

Haschka virðist sérstaklega hrifin af þeirri uppfinningu að nota bæði steiktan og hráan lauk á pylsuna, auk þess sem hún hrósar pylsunni sjálfri; kjötið sé jafnt sætt, salt og bragðmikið og pylsan smelli í sundur þegar bitið er í hana.

Grein Haschka er titluð Is This the Best Hot Dog in the World?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar