Dagur Sigurðsson úr Tækniskólanum sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2011. Í 2. sæti var Rakarasviðið úr Menntaskólanum við Sund og í 3. sæti Sabína Siv Sævarsdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Dagur söng Bítlalagið Helter Skelter en hann gerði sjálfur íslenska textann og nefndi lagið Vitskerta veru. Rakarasvið MS flutti lagið Latex og leður og Sabína söng lagið
Þú brást mér.