Borgarstjóri í New York

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er nú staddur í New York …
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er nú staddur í New York ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur og Gauki Úlfarssyni í New York, en heimildarmyndin Gnarr er sýnd á Tribeca-kvikmyndahátðinni. Reuters

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er nú staddur í New York þar sem íslenska heimildarmyndin Gnarr verður sýnd á Tribeca-kvikmyndhátíðinni, sem hófst í gær. Myndin fjallar um það hvernig Besti flokkurinn varð til og komst til valda í Reykjavík.

„Fólk vill meiri raunveruleika í stjórnmál. Okkar stefna hefur verið sú að hafa enga stefnu og gera grín að tómleika stjórnmála nútímans, því þau eru svo innantóm og tilgangslaus,“ segir Jón í samtali við Reutersfréttastofuna.

„Stjórnmál hafa breyst í eins konar menningarkima, þau hafa meira að segja þróað sitt eigið tungumál og um allan heim er fólk hætt að skilja stjórnmálamenn, það hefur ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala,“ segir Jón í viðtalinu.

Spurður um stjórnmálin í borginni og starf sitt sem borgarstjóra segir Jón: „Spillingin er mun minni en ég hélt en aftur á móti þá snýst þetta meira um ótta en ég hélt. Almennt séð, þá eru stjórnmálamenn ekkert öðruvísi en annað fólk,“ segir hann.

„Ég myndi ekki segja að þeir væru spilltir, en þeir eru mjög týndir.“

Jón segist reyna að vera samkvæmur sjálfum sér. „Um leið og ég byrja að þykjast eða reyna að vera einhver annar, þá hefur mér mistekist.“

Viðtalið við Jón Gnarr á vef Reuters.
Jón Gnarr bregður á leik fyrir ljósmyndara ásamt Heiðu Kristínu …
Jón Gnarr bregður á leik fyrir ljósmyndara ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan