Bretadrottning 85 ára í dag

Elísabet II, drottning Bretlands.
Elísabet II, drottning Bretlands. Reuters

Elísabet II Bretadrottning er 85 ára í dag en hún fæddist á þessum degi árið 1926. Hún tók við sem drottning í febrúar árið 1952 aðeins 25 ára gömul við andlát föður hennar Georgs VI. Hún hefur því ríkt í 59 ár en aðeins Viktoría drottning, sem var við völd frá 1837 til 1901, hefur ríkt lengur af breskum þjóðhöfðingjum.

Hins vegar stóð framan af ekki til að Elísabet yrði nokkurn tímann drottning þar sem faðir hennar var ekki næstur í röðinni að ríkiserfðum í Bretlandi heldur eldri bróðir hans sem síðar varð Játvarður VIII. Hann sagði hins vegar af sér konungdómi árið 1936 til þess að geta kvænst bandarískri konu sem var ekki af aðalsættum.

Þess má geta að á síðasta ári var frumsýnd kvikmyndin "The King's Speech" sem fjallar um Georg VI Bretakonung, föður Elísabetar, með breska leikarann Colin Firth í hlutverki konungsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir