Miklar fórnir til að ná þessum líkama

Fáir skarta magavöðvum eins og Arnþór Ásgrímsson.
Fáir skarta magavöðvum eins og Arnþór Ásgrímsson. Mynd/Sigurgeir Sigurðsson

Arnþór Ásgrímsson, fitnessmeistari, undirbýr sig þessa dagana fyrir mót sem nefnist Oslo Grand Prix. Keppt er í Classic Body Building og segir Arnþór fyrirkomulagið á keppninni vera það sama og í fitnesskeppnum hér á landi.

„Dómararnir eru aðallega að horfa á samræmi milli vöðvahópa, líkamsbyggingu, skurð, þurrk og hörku,“ segir Arnþór sem er búinn að vera í ströngu prógrammi undanfarnar vikur til að undirbúa sig fyrir keppnina sem er eftir tíu daga.

„Ég er búinn að halda mjög vel á spöðunum síðan í nóvember,“ segir Arnþór en þá sigraði hann einmitt fitness-keppnina hér heima. „Ég hef passað mataræðið mjög vel og þurfti að minnka aðeins við æfingarnar því mér fannst ég yfirkeyra mig fyrir síðasta mót,“ segir Arnþór sem vinnur hart að því að komast í rétta þyngd fyrir keppnina.

„Fyrstu tvær vikurnar fara í hreinsun,“ útskýrir Arnþór. „Næstu sex vikur reyni ég að skera mjög mikið niður og síðustu sex vikurnar borða ég engin kolvetni nema einn dag í viku,“ segir Arnþór. „Mataræðið er mjög einfalt. Ég borða eiginlega bara kjúkling, nautakjöt, egg og majónes,“ segir hann og bætir við að fitan í majónesinu sé honum mjög mikilvæg.

„Fitan gefur mér orku, annars gæti ég þetta ekki,“ segir Arnþór sem býr greinilega yfir miklum aga. „Ég geng aðeins lengra en flestir. Sumir borða alltaf smá kolvetni alla leiðina.“

Í nýjasta tölublaði Monitor getur þú lesið meira um mataræði Arnþórs og undirbúning hans fyrir keppnina. Smelltu hér til að lesa blaðið í rafrænni útgáfu.

Mynd/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir