Rútan ók yfir bikarinn

Leikmönnum Real Madrid var ákaft fagnað þegar þeir óku um götur Madridar í gærkvöldi, en þeir sigruðu Barcelona í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Það dró hins vegar aðeins úr fagnaðarlátunum þegar sjálfur bikarinn féll í götuna og liðsrútan ók yfir hann.

Sökudólgurinn var hægri bakvörðurinn Sergio Ramos. Hann missti bikarinn þegar hann var ásamt félögum sínum á þaki rútunnar að gleðjast yfir sigrinum. 

Bikarinn datt fyrir framan rútuna sem ók yfir hann. Rútan var stöðvuð og lögreglumenn sóttu bikarinn sem var fluttur inn í rútuna.

Þúsundir urðu vitni að klaufagangi Ramosar.

Leikmenn Real Madrid fögnuðu í höfuðborginni í gær.
Leikmenn Real Madrid fögnuðu í höfuðborginni í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir