Ekki sú Kate Middleton...

Kate Middleton, sú sem er að fara að gifta sig …
Kate Middleton, sú sem er að fara að gifta sig á föstudag. Reuters

Kate Middlet­on nýt­ur veru­legr­ar at­hygli um þess­ar mund­ir enda er kon­ung­legt brúðkaup í vænd­um í Bretlandi. Því hafa ýms­ir velt því fyr­ir sér hvers vegna Kate sé að af­greiða í reiðhjóla­versl­un í Bost­on í Banda­ríkj­un­um.

Sú Kate Middlet­on er raun­ar ekk­ert á þeim bux­un­um að tengj­ast bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni og hef­ur held­ur eng­an áhuga á að þykj­ast vera bresk, þótt frétta­menn hafi komið inn í versl­un­ina og beðið hana um að taka með bresk­um hreim.

„Ég hef í raun eng­an áhuga á að þykj­ast vera bresk," seg­ir Middlet­on, sem er frá Louis­ville í Kentucky. „Og ég hef held­ur ekki áhuga á að þykj­ast vera hin Kate Middlet­on svo ég neitaði öll­um fimm beiðnun­um um að tala með bresk­um hreim."

Rugl­ing­ur­inn hófst þegar í janú­ar þegar Middlet­on reyndi að fara inn á Face­book-síðu sína og komst að því að búið var að loka síðunni þar sem vef­stjór­ar Face­book héldu að skrán­ing­in væri fölsuð.   

Kate sendi Face­book tölvu­póst og sagðist vissu­lega heita Kate Middlet­on. Gæti hún vin­sam­leg­ast fengið aðgang að síðunni aft­ur. Hún komst einnig að raun um, að Face­book hafi af­tengt all­ar mynd­irn­ar henn­ar. Hún fékk þó aðgang að síðunni á ný viku síðar.  

Þetta er ekki eina dæmið um að Face­book hafi lokað tíma­bundið á síður not­enda sem heita Kate Middlet­on í aðdrag­anda brúðkaups­ins í Lund­ún­um. Að minnsta kosti þrem­ur öðrum al­nöfn­um prins­ess­unn­ar vænt­an­legu, einni ástr­alskri og tveim­ur bresk­um, hef­ur verið vísað frá Face­book en fengið aðgang að nýju eft­ir að þær gátu sannað, að þær heita í raun Kate Middlet­on.

Hin banda­ríska Kate Middlet­on seg­ir, að þótt hún sé ekk­ert skyld nöfnu sinni í Bretlandi eigi þær tvennt sam­eig­in­legt. „Við erum báðar dökk­hærðar," sagði hún bros­andi.  „Við erum báðar augnayndi."

Hún sagðist nota læt­in sem tengj­ast nafni henn­ar til að vekja at­hygli á hjól­reiðaferð, sem hún ætl­ar að fara í júlí frá Bost­on til Provincet­own á enda Þorsk­höfða  til að afla fjár til góðgerðar­mála. Kate lof­ar því, að tak­ist henni að safna 10 þúsund döl­um muni hún hjóla á tví­menn­ings­reiðhjóli klædd brúðar­kjól ásamt ein­hverj­um sem lít­ur út eins og Vil­hjálm­ur prins.  


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leynileg hurð opnast þar sem áður var veggur. Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar öllum hlutaðeigendum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Leynileg hurð opnast þar sem áður var veggur. Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar öllum hlutaðeigendum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf