Kynlífsleikfang olli nágrannaerjum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Hátt borhljóð í húsi einu í Berlín var tilkynnt til lögreglu af ósáttum nágrönnum um helgina.

Hljóðið barst út úr húsinu en nágrannarnir gátu ekki greint hvað olli stöðugu suðinu.

Þegar lögreglan mætti á staðinn ansaði 23 ára gamall íbúi hússins ekki svo þeir brutu niður hurðina og leituðu uppi orsök hljóðsins.

Lögreglumennirnir komust fljótt að því hvað hafði ollið nágrönnum hússins svo miklum óþægindum en stórt kynlífsleikfang lá titrandi á parketi inni í stofu hússins.

Eftir að hafa slökkt á tækinu reyndi lögreglan árangurslaust að ná í eiganda þess sem er eflaust ekki sá vinsælasti í hverfinu um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar