Spá Vinum Sjonna úrslitasæti

Vinir Sjonna.
Vinir Sjonna. mbl.is/Eggert

Sérfræðingar sænska sjónvarpsins, sem fjalla um lögin í Eurovision söngvakeppninni í Düsseldorf í maí, reikna með því að lagið Aftur heim, með Vinum Sjonna, komist í úrslit í keppninni. 

Í þáttum sænska sjónvarpsins hefur sjónvarpsmaðurinn Christer Björkman fimm sérfræðinga sér til aðstoðar sem gefa lögunum einkunn. Í kvöld var meðal annars fjallað um íslenska lagið og fékk það þokkalega dóma. Einn sérfræðingurinn, Lotta Engberg, gaf því raunar fullt hús stiga, eða 5 stig og annar, Christine Meltzer, sagðist hefðu viljað gefa því fimm stig en vegna þess hve það væri líkt danska Eurovision-laginu árið 2001 fengi það aðeins 4 stig.

Fyrir nokkrum árum var norrænn panell í Eurovision-þáttum Svía og Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í  nokkur ár. Nú dæma hins vegar fjórir Svíar og Finninn Thomas Lundin lögin. Lundin, sem gerþekkir hjörtun og nýrun í íslenskri Eurovisionhefð, var óvenju gagnrýninn á íslenska lagið að þessu sinni og gaf því aðeins 2 stig og sagði að sér þætti það leiðinlegt.

Lagið fékk 15 stig og var í sjöunda sæti af lögunum, sem taka þátt í fyrri undanúrslitum keppninnar 10. maí.  Flest stig, 24, fékk ungverska lagið og síðan konu norska og finnska lagið.  

Sænski þátturinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar