Konur séu misheppnaðir karlar

Samkvæmt Albertus Magnus gæti kona drepið þennan með augnaráðinu og …
Samkvæmt Albertus Magnus gæti kona drepið þennan með augnaráðinu og kannski þyrfti hún á klósettið eftir að hafa þefað af kálinu. ENRIQUE MARCARIAN

Nýlega fannst virkilega áhugaverð þýsk bók frá 16. öld sem nefnist De Secretis Mulerium sem þýðist á íslensku sem Um leyndarmál kvenna í skjalasafni konunglegrar rannsóknarstofu í London.

Í bókinni er meðal annars fullyrt að konur séu misheppnuð útgáfa af karlmönnum og að þær geti drepið dýr með augnaráði sínu er þær hafa tíðablæðingar.

Karlmönnum sem vilja vita hvort kona sé hrein mey er ráðlagt í bókinni að láta hana þefa af kálhaus. Ef hún vill fara á klósettið að því loknu hefur hún eitthvað að fela.

Bókin var skrifuð af vísindamanninum Albertus Magnus í þeim tilgangi að hjálpa karlmönnum að þola konur í stað þess að drepa þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir