Larry Mullen jr., trommuleikara írsku rokkhljómsveitarinnar U2, er margt til lista lagt en hann hefur þreytt frumraun sína á hvíta tjaldinu, og verður myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði.
Mullein leikur aðalhlutverkið á móti Donald Sutherland í írsk-kanadísku spennumyndinni Man on the Train sem byggir á franskri kvikmynd frá árinu 2002. Í þeirri mynd lék franska rokkstjarnan Johnny Hallyday aðalhlutverkið.
Í kvikmyndinni leikur Mullen dularfullan og ókunnugan mann sem kemur til smábæjar til að ræna banka.
Mary McGuckian leikstýrir myndinni.