Milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með brúðkaupinu

Vilhjálmur prins og Kate Middleton játast hvort öðru.
Vilhjálmur prins og Kate Middleton játast hvort öðru. Reuters

Um 23 milljónir Bandaríkjamanna fóru snemma á fætur að bandarískum tíma til þess að fylgjast með brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton samkvæmt athugun fyrirtækisins Nielsen Co. Fyrirtækið kannaði áhorf á á meðan á atburðinum stóð eða frá kl. 6 til 7:15 miðað við klukkuna á austurströnd Bandaríkjanna.

Þá var mikil umferð um bandarískar fréttasíður. Þannig tilkynnti ABC sjónvarpsstöðin að ekki hefði verið meiri umferð um fréttasíðu hennar síðan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Kapalstöðin E! sagði umferð um heimasíðu hennar á föstudag, þegar brúðkaupið fór fram, hafa verið þá mestu frá upphafi.

Sýnt var beint frá brúðkaupi Vilhjálms og Kate á fjölmörgum bandarískum sjónvarps- og kapalstöðvum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir