Um 23 milljónir Bandaríkjamanna fóru snemma á fætur að bandarískum tíma til þess að fylgjast með brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton samkvæmt athugun fyrirtækisins Nielsen Co. Fyrirtækið kannaði áhorf á á meðan á atburðinum stóð eða frá kl. 6 til 7:15 miðað við klukkuna á austurströnd Bandaríkjanna.
Þá var mikil umferð um bandarískar fréttasíður. Þannig tilkynnti ABC sjónvarpsstöðin að ekki hefði verið meiri umferð um fréttasíðu hennar síðan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Kapalstöðin E! sagði umferð um heimasíðu hennar á föstudag, þegar brúðkaupið fór fram, hafa verið þá mestu frá upphafi.
Sýnt var beint frá brúðkaupi Vilhjálms og Kate á fjölmörgum bandarískum sjónvarps- og kapalstöðvum.