Dauði hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden hefur skapað óvissu um framtíð kvikmyndar sem til stóð að framleiða og átti að fjalla um misheppnaða tilraun bandarískra sérsveitarmanna til þess að ráða hann af dögum.
Til stóð að kvikmyndinni, sem fengið hafði heitið "Kill Bin Laden", yrði leikstýrt af óskarsverðlaunahafanum Kathryn Bigelow sem meðal annars leikstýrði kvikmyndinni "The Hurt Locker".
Fréttavefur Los Angeles Times greinir frá þessu í dag.