Heimildir herma að Harrý prins, yngri bróðir Vilhjálms og svaramaður hans við brúðkaupið á föstudaginn, hafi látið útbúa leynivasa innan á jakka sinn til að geyma brúðkaupshringana.
Harrý mun hafa verið hræddur um að glata hringunum og brá því á það ráð að biðja klæðskerann, sem saumaði viðhafnarbúninginn sem hann klæddist við brúðkaupið, að útbúa lítinn vasa innan á jakkann.
Harrý þykir hafa staðið sig með prýði í hlutverki svaramanns og varpar nú margur Bretinn öndinni léttar, því prinsinn var fyrr á árum þekktur fyrir ýmis óviðeigandi uppátæki á almannafæri.