Hinn fimm ára danski prins Christian, sonur Friðriks krónprins og Mary eiginkonu hans, þurfti að flytja að heiman á pappírunum til að fá inngöngu í vinsælan grunnskóla.
Skólinn sem um ræður heitir Tranegårdskole og er í Gentofte, sem er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.
Hann er í 35. sæti á lista yfir bestu grunnskóla landsins og árlega þurfa skólayfirvöld að vísa frá fjölda nemenda, en einungis eru tekin inn 25 börn á ári og þau þurfa að vera búsett í Gentofte.
Prinsinn mun hefja skólagöngu sína í haust.