Vinsældir kóngsins dvína

Elvis Presley.
Elvis Presley.

Bandarísk yfirvöld segja að nafnið Elvis hafi ekki verið á meðal 1.000 vinsælustu nafnanna sem foreldrar gáfu börnum sínum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1954 sem Elvis er ekki lengur á listanum.

Jacob og Isabella eru vinsælustu nöfnin á drengi og stúlkur annað árið í röð að sögn bandarísku þjóðskrárinnar. Aiden er á meðal 10 vinsælustu nafnanna, bæði fyrri pilta og stúlkur. Þetta kemur fram á vef breska útvarpsins.

Tiana hefur tekið stórt stökk upp listann, en það er nafnið á aðalpersónu Disney-teiknimyndarinnar Prinsessan of froskurinn sem er frá árinu 2009.

Nöfn sem nutu mikilla vinsælda um miðbik 20. aldarinnar, m.a. Isabella, Ava og Chloe, hafa sótt í sig veðrið á undanförnu árum. Talsmenn þjóðskrárinnar segja að það bendi til þess að foreldrar skíri eða nefni börn sín á höfuðið á ömmum sínum.

Drengjanafnið Bentley og stúlknanafnið Maci hafa rokið upp vinsældarlistann. Talið er að það megi rekja til vinsælda raunveruleikaþáttanna 16 and Pregnant og Teen Mom sem eru sýndir á MTV. Í þeim er fjallað um unglingsstúlkuna Maci og nýfæddan son hennar sem heitir Bentley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar