Djarfar myndir af Pippu vekja athygli

Myndirnar af Pippu hafa vakið nokkra athygli.
Myndirnar af Pippu hafa vakið nokkra athygli.

Nokkuð djarfar myndir af Pippu Middleton, systur Kate Middleton, hafa nú lekið á vefinn og vakið nokkra athygli. Önnur sýnir Pippu dansandi við karlmann og er hún einungis klædd í brjóstahaldara og stutt pils.

Á hinni myndinni er Pippa á hnjánum og klædd í stuttan kjól sem virðist vera gerður úr klósettpappír. Á myndinni má einnig greina áfengisflöskur.

Pippa stal senunni í brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate fyrir rúmri viku síðan, þegar hún var brúðarmær systur sinnar. Þar klæddist hún þröngum, hvítum kjól, en eftirlíking af kjólnum selst nú eins og heitar lummur. Þá hafa fjölmargar aðdáendasíður tileinkaðar mágkonu Bretaprinsins sprottið upp síðan hún fangaði athygli milljarðanna tveggja sem fylgdust með brúðkaupinu um allan heim.

Pippa með Harry Bretaprins.
Pippa með Harry Bretaprins. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar