Coca Cola á afmæli í dag

Coca Cola er 125 ára í dag!
Coca Cola er 125 ára í dag! Reuters

Í dag eru liðin 125 ár frá því að lyfjafræðingur í Atlanta í Bandaríkjunum hrærði saman blöndu sem átti að lækna höfuðvert og þreytu. Þar með datt hann niður á uppskrift að einum vinsælasta drykk veraldar og sem ber eitt þekktasta vörumerki heimsins. 

Coca Cola heldur upp á afmælið og minnist þess að 8. maí 1886 markað John Pemberton lyfsali spor sín í sögunni. Drykkurinn sem hann fann upp er nú seldur í meira en 200 löndum og Coca Cola fyrirtækið er í röð 100 helstu fyrirtækja heimsins. 

Sígilt Coca Cola, það er gamla góða kókið en ekki afsprengi þess á borð við Diet Coke, er enn vinsælasti gosdrykkur í heiminum og státar af 17% markaðshlutdeild.

Uppskriftarinnar er vandlega gætt og flyst á milli kynslóða með mikilli leynd. Sagan segir að uppskriftin sé geymd í rammbyggðri öryggishvelfingu í eigu fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir