Ísland endaði í 20. sæti

Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld.
Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld. Reutes

Ísland endaði í 20. sæti í Eurovision söngvakeppninni í Düsseldorf í kvöld. Aserbaijan sigraði í fyrsta skipti í sögu keppninnar, Ítalar urðu í 2. sæti og Svíar í þriðja sæti.

Þau Ell og Nikki, fulltrúar Aerbaijan, fengu 221 stig, Ítalinn Raphael Gualazzi fékk 189 stig og Svíinn Eric Saade fékk 185 stig. Úkraína varð í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. 

Ísland fékk samtals 61 stig frá ellefu þjóðum í kvöld, þar af 12 stig frá Ungverjum. Svisslendingar gáfu íslenska laginu 10. stig, Finnar og Norðmenn 8 stig hvor þjóð, Danir 6, Ítalar 5, Bretar og Portúgalar 4, Spánverjar 2 og Svíar og Bosíumenn 1 hvor þjóð. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnti stigagjöf Íslendinga, sem gáfu Dönum 12 stig, Finnum 10 stig og Aserbaijan 8 stig.

Stig úr fyrri riðli forkeppninnar voru birt eftir að keppninni lauk og kom þá í ljós að Ísland var í 4. sæti af þeim 19. þjóðum sem þá kepptu.

Röðin í forkeppninni var þessi:

  1. Grikkland
  2. Aserbaijan
  3. Finnland
  4. Ísland
  5. Litháen
  6. Georgía
  7. Ungverjaland
  8. Serbía
  9. Rússland
  10. Sviss.

Í hinum riðlinum urðu Svíar og Danir í efstu tveimur sætunum.

Ell og Nikki frá Aserbaijan sigruðu með laginu Running Scared.
Ell og Nikki frá Aserbaijan sigruðu með laginu Running Scared.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Popular.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Popular.
Ítalinn Raphael Gualazzi varð í 2. sæti.
Ítalinn Raphael Gualazzi varð í 2. sæti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir