Ísland endaði í 20. sæti

Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld.
Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld. Reutes

Ísland endaði í 20. sæti í Eurovision söngvakeppninni í Düsseldorf í kvöld. Aserbaijan sigraði í fyrsta skipti í sögu keppninnar, Ítalar urðu í 2. sæti og Svíar í þriðja sæti.

Þau Ell og Nikki, fulltrúar Aerbaijan, fengu 221 stig, Ítalinn Raphael Gualazzi fékk 189 stig og Svíinn Eric Saade fékk 185 stig. Úkraína varð í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. 

Ísland fékk samtals 61 stig frá ellefu þjóðum í kvöld, þar af 12 stig frá Ungverjum. Svisslendingar gáfu íslenska laginu 10. stig, Finnar og Norðmenn 8 stig hvor þjóð, Danir 6, Ítalar 5, Bretar og Portúgalar 4, Spánverjar 2 og Svíar og Bosíumenn 1 hvor þjóð. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnti stigagjöf Íslendinga, sem gáfu Dönum 12 stig, Finnum 10 stig og Aserbaijan 8 stig.

Stig úr fyrri riðli forkeppninnar voru birt eftir að keppninni lauk og kom þá í ljós að Ísland var í 4. sæti af þeim 19. þjóðum sem þá kepptu.

Röðin í forkeppninni var þessi:

  1. Grikkland
  2. Aserbaijan
  3. Finnland
  4. Ísland
  5. Litháen
  6. Georgía
  7. Ungverjaland
  8. Serbía
  9. Rússland
  10. Sviss.

Í hinum riðlinum urðu Svíar og Danir í efstu tveimur sætunum.

Ell og Nikki frá Aserbaijan sigruðu með laginu Running Scared.
Ell og Nikki frá Aserbaijan sigruðu með laginu Running Scared.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Popular.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Popular.
Ítalinn Raphael Gualazzi varð í 2. sæti.
Ítalinn Raphael Gualazzi varð í 2. sæti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka