Ísland endaði í 20. sæti

Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld.
Vinir Sjonna á sviðinu í Þýskalandi í kvöld. Reutes

Ísland endaði í 20. sæti í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni í Düs­seldorf í kvöld. Aser­baij­an sigraði í fyrsta skipti í sögu keppn­inn­ar, Ítal­ar urðu í 2. sæti og Sví­ar í þriðja sæti.

Þau Ell og Nikki, full­trú­ar Aer­baij­an, fengu 221 stig, Ítal­inn Rap­hael Gualazzi fékk 189 stig og Sví­inn Eric Saade fékk 185 stig. Úkraína varð í 4. sæti og Dan­mörk í 5. sæti. 

Ísland fékk sam­tals 61 stig frá ell­efu þjóðum í kvöld, þar af 12 stig frá Ung­verj­um. Sviss­lend­ing­ar gáfu ís­lenska lag­inu 10. stig, Finn­ar og Norðmenn 8 stig hvor þjóð, Dan­ir 6, Ítal­ar 5, Bret­ar og Portú­gal­ar 4, Spán­verj­ar 2 og Sví­ar og Bosíu­menn 1 hvor þjóð. 

Ragn­hild­ur Stein­unn Jóns­dótt­ir kynnti stiga­gjöf Íslend­inga, sem gáfu Dön­um 12 stig, Finn­um 10 stig og Aser­baij­an 8 stig.

Stig úr fyrri riðli for­keppn­inn­ar voru birt eft­ir að keppn­inni lauk og kom þá í ljós að Ísland var í 4. sæti af þeim 19. þjóðum sem þá kepptu.

Röðin í for­keppn­inni var þessi:

  1. Grikk­land
  2. Aser­baij­an
  3. Finn­land
  4. Ísland
  5. Lit­há­en
  6. Georgía
  7. Ung­verja­land
  8. Serbía
  9. Rúss­land
  10. Sviss.

Í hinum riðlin­um urðu Sví­ar og Dan­ir í efstu tveim­ur sæt­un­um.

Ell og Nikki frá Aserbaijan sigruðu með laginu Running Scared.
Ell og Nikki frá Aser­baij­an sigruðu með lag­inu Runn­ing Scared.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Popular.
Eric Saade varð í 2. sæti með lagið Pop­ul­ar.
Ítalinn Raphael Gualazzi varð í 2. sæti.
Ítal­inn Rap­hael Gualazzi varð í 2. sæti. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir