Segir himnaríki skáldskap

Stephen Hawking ásamt kínverskri námskonu í Peking.
Stephen Hawking ásamt kínverskri námskonu í Peking. Reuters

Breski vísindamaðurinn Stephen Hawking kveðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að himnaríki sé aðeins ævintýraskáldskapur fyrir fólk sem hræðist myrkrið.

Hawking segir í viðtali, sem breska dagblaðið The Guardian birtir í dag, að barátta sín gegn sjúkdómi, sem nefnist hreyfitaugungahrörnun, hafi stuðlað að þessari niðurstöðu. Hann hafi allt sitt líf þurft að sætta sig við að geta dáið hvenær sem er vegna sjúkdómsins. „Ég hræðist ekki dauðann, en mér liggur ekki á að deyja. Það er svo margt sem ég vil gera áður,“ sagði hann. „Ég lít á heilann sem tölvu sem hætti að virka þegar íhlutir hennar gefa sig. Það er ekkert himnaríki eða líf eftir dauðann fyrir bilaðar tölvur; það er ævintýrasaga fyrir fólk sem er hrætt við myrkrið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka