Mætti með vændiskonu í tíma

Frá Barcelona.
Frá Barcelona. mbl.is/Brynjar Gauti

Margir samnemenda íslensks hönnunarnema í Barcelona ráku upp stór augu þegar hann mætti með vændiskonu í tíma í síðustu viku. Var nemendunum ætlað að búa til óhefðbundið götukort af hverfinu Raval.

Íslenska nemandanum var það hugleikið, að Raval er þekkt vændishverfi og fékk hann vændiskonuna til að aðstoða sig. Þá var það hluti af verkefninu að kaupa eitthvað í Raval og nota það við kortagerðina.

Arnar Ingi Viðarsson segir í samtali við mbl.is að námið við Istituto Europeo di Design sé blanda af auglýsingagerð og grafískri hönnun. Hann segir að kortahönnunin hafi verið lokaverkefni áfanga, sem hafi gengið út á að virkja sköpunargáfu nemendanna.

Arnar segir að samnemendur sínir hafi margir hverjir fengið frábærar og skemmtilegar hugmyndir. Enginn hafi hins vegar skoðað hverfið út frá þeirri vændisstarfssemi sem eigi sér þar stað. Þetta hafi hins vegar legið beint við frá bæjardyrum Arnars. Í sínum huga, sem Íslendings, sé vændi stórmál.

„Ég var rosalega stressaður,“ segir Arnar í samtali við mbl.is. Áður en hann lét slag standa spurði hann kennarann og skólastjórann álita. Þeir sögðu að svo lengi sem ekkert ólöglegt færi fram þá væri Arnari frjálst að gera það sem hann vildi.

„Ég bað vændiskonuna um að borða tyrkneskt sætabrauð, sem þú getur bara fengið í Raval,“ segir Arnar. Þá segir hann að vændiskonan hafi verið klædd í djarfan fatnað og að hún hafi gætt sér á sætabrauðinu á munúðarfullan hátt. Í lokin kyssti hún bréfið sem var utan um sætabrauðið og skildi hún eftir varalitafar. Svo yfirgaf hún stofuna en skildi bréfið eftir. Arnar segir að þá hafi kortið verið tilbúið.

„Allir voru á nálum og ein stelpa ætlaði að labba út,“ segir Arnar. Þegar gjörningurinn fór fram mátti heyra saumnál detta. „Ég var svo stressaður að ég þurfti að skipta um skyrtu tvisvar.“ 

Aðspurður segist Arnar hafa fengið jákvæð viðbrögð frá kennaranum sínum og flestum samnemanda sinna. Nokkrum hafi hins vegar þótt uppátækið vera fyrir neðan allar hellur. 

Arnar, sem tekur fram að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað, segist fá einkunn fyrir lokaverkefnið í næsta mánuði.


Arnar Ingi Viðarsson.
Arnar Ingi Viðarsson. mynd/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar