Heimsslitahátíð á Bakkus á laugardaginn

Eins og fram hefur komið verður heimsendir næstkomandi laugardag og af því tilefni efnir Kjöttromman til Heimsslitahátíðar á Bakkusi þann dag. Dagskráin hefst kl. 19.00 og stendur til miðnættis. Fram koma skáld, gerningafólk og hljómlistasveitir.

Skáld kvöldsins eru Anton Helgi Jónsson, Einar Ólafsson, Jón Örn Loðmfjörð og Gregor Balazt. Snorri Ásmundsson, Ólafur Lárusson, Gerningaþjónusta Inferno 5 og hjónin Ms. & Mr. Hirt fremja gerninga og einnig lætur Anarkistakór Reykjavíkur í sér heyra. Sýnd verða myndbandsverk eftir tvíeykið Alltaf þessi helvítis von sem skipað er þeim Steinunni Gunnlaugsdóttur og Katrínu Ólafsdóttur.

Gestgjafi kvöldsins er tónsveitin Burning Brain & the Wheel of Work, sem stofnuð er upp úr Kjöttrommunni. Sveitina skipa Snorri Páll, Einar Melax, Dean Ferrel og Þorri Almennings. Einnig kemur fram hljóðsveitin Gjöll sem skipuð er Sigga Pönk og Jóhanni Eiríkssyni, Arnljótur leikur raftónlist án tölvu og Inside Bilderberg, sem er aukasjálf Georgs Péturs Sveinbjörnssonar, kemur fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar