Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn kennir þröngsýni Danmerkur um ummæli Lars von Triers um Hitler sem urðu til þess að hann féll í ónáð á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
„Æ, þessir Danir,“ sagði Winding Refn á blaðamannafundi á hátíðinni en hann er þar til að kynna mynd sína Drive. „Mér finnst það sem Lars sagði algerlega óviðunandi. Það sýnir bara að í Danmörku erum við með mjög smáa hugsun og stundum gleymum við að það er annað fólk í kringum okkur. Mér bauð við því sem hann sagði.“
Sagði von Trier á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði vissa samúð með Adolf Hitler og að hann væri nasisti. Síðar baðst hann afsökunar á orðum sínum og sagði ekkert hafa á móti gyðingum.
Það var hins vegar um seint því að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir að hann væri kominn í ónáð. Þá fordæmdi stofnun Simons Wisenthals orð hans og sögðu leikstjórann eiga að fá verðlaun sem fordómafyllsti maður ársins.