Konurnar tóku andköf

Heyra mátti á máli kvenna á miðsvölunum í Eldborg að …
Heyra mátti á máli kvenna á miðsvölunum í Eldborg að Kaufmann væri ekki ólaglegur maður. Ljósmynd/Vefur Hörpunnar

Jonas Kaufmann, tenór frá München, uppskar dynjandi lófaklapp eftir tónleika sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni í kvöld. Svo vel kunnu áhorfendur að meta sönginn að Kaufmann var fjórum sinnum klappaður upp. Mátti heyra konur taka andköf af hrifningu á miðsvölum Eldborgar.

Eftir að formlegri dagskrá lauk var Kaufmann tvívegis klappaður fram og tók hann þá fyrsta aukalagið. Var þetta endurtekið þrisvar þannig að alls tók þéttskipaður salurinn átta sinnum undir með lófaklappi og bravóhrópum, að viðbættu lófataki fyrr í sýningunni.

Meðal aukalaga var E lucevan le stelle úr óperunni Tosca og mátti heyra áhorfendur komast við á meðan flutningnum stóð, svo djúpt söng tenórinn sig inn í hjörtu viðstaddra.

Kaufmann er hér gestur Listahátíðar í Reykjavík en um hann er skrifað í sýningarskrá að þar fari tenór sem „talinn [sé] einn af mikilvægustu listamönnum samtímans.“

„Á þessu leikári hefur hann komið fram í Covent Garden og í Berlín sem Maurizio í Adriana Lecouvreur á móti Angelu Gheorghiu, í Carmen og í nýju uppfærslunni á Fidelio eftir Beethoven í München, í Ríkisóperunni í Vín í Werther og í La Scala í Tosca.“

Þá er vikið nokkrum orðum að menntun Kaufmann en þar segir að hann hafi lokið söngnámi hjá bandaríska baritónsöngvaranum Michael Rhodes. Óperuferill hans hafi síðan hafist í Saarbrücken. 

Má til gamans benda áhugafólki um söng á þessa upptöku af söng Kaufmanns á aríunni E lucevan le stelle í München.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar