Grease-stjarna látin

John Travolta, Olivia Newton-John og Jeff Conaway við tökur á …
John Travolta, Olivia Newton-John og Jeff Conaway við tökur á Grease árið 1978.

Bandaríski leikarinn Jeff Conaway lést í morgun eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í rúmar tvær vikur í kjölfar ofneyslu lyfja. Conaway er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum "Taxi" og "Grease" þar sem hann lék hlutverk Kenickie á móti þeim John Travolta og Olivia Newton-John.

Umboðsmaður Conaway, sem var sextugur þegar hann lést, sagði við fjölmiðla í dag að leikarinn hefði reynt að meðhöndla sjálfan sig með verkjalyfjum vegna versnandi heilsu. Hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu 11. maí síðastliðinn.

Læknar tilkynntu aðstandendum Conaway að engar líkur væru á að hann kæmi úr dáinu og samþykktu þeir í gær að hætt yrði að reyna að halda lífi í honum. Conaway hafði um árabil barist við fíkn í ávanabindandi efni og sagði meðal annars í útvarpsþætti Howard Stern árið 2008 að hann hefði reynt að taka líf sitt 21 sinnum.

„Jeff Conaway var yndislegur og góður maður og við munum sakna hans,“ sagði John Travolta við fjölmiðla í dag í kjölfar þess að tilkynnt var um lát Conaway.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir