Kántrísöngvarinn ungi, Scotty McCreery, hefur verið krýndur sigurvegari Idol-söngvakeppninnar. Þetta er fjórða árið í röð sem sigurvegarinn er karlkyns og var sigur hans nokkuð óvæntur þar sem mótherji hans, Lauren Alaina, þótti líklegri til sigurs.
McCreery er aðeins 17 ára gamall og jafnframt fyrsti kántrísöngvarinn til að vinna keppnina síðan Carrie Underwood kom, sá og sigraði árið 2005. Hann heillaði almenning upp úr skónum með djúpri og og mikilli söngrödd og sagði að krýningu lokinni: „Ekki einu sinni í mínum villtustu draumum hafði ég séð þetta fyrir mér. Ég vil þakka Drottni fyrst og fremst. Þetta er honum að þakka.“