Grímsvötn setti strik í ferðaáætlun bandarísku leikaranna Bradley Cooper og Ed Helms, sem eru í Evrópu að kynna kvikmyndina The Hangover: Part II.
Þeir félagar voru í Berlín í Þýskalandi á miðvikudag þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu og ætluðu síðan að halda til Englands á fimmtudag en öskuskýið frá Grímsvötnum tafði för. Þeir voru bókaðir í spjallþátt Grahams Nortons í BBC á föstudag og sögðu farir sínar ekki sléttar þar.
„Við vorum í Berlín í dag. Við vorum að koma hingað," sagði Cooper í þættinum.
„Þetta var æðisgenginn sprettur, að fást við eldfjallið," bætti Helms við. „Það er ekki hægt að sigra mig. En móðir náttúra vildi ekki ekki fá okkur hingað,"