Aska tafði timburmannapar

Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galifianakis í The Hangover: …
Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galifianakis í The Hangover: Part II.

Grímsvötn setti strik í ferðaáætlun bandarísku leikaranna Bradley Cooper og Ed Helms, sem eru í Evrópu að kynna kvikmyndina The Hangover: Part II.

Þeir félagar voru í Berlín í Þýskalandi á miðvikudag þar sem myndin var frumsýnd í Evrópu og ætluðu síðan að halda til Englands á fimmtudag en öskuskýið frá Grímsvötnum tafði för. Þeir voru bókaðir í spjallþátt Grahams Nortons í BBC á föstudag og sögðu farir sínar ekki sléttar þar.

„Við vorum í Berlín í dag. Við vorum að koma hingað," sagði Cooper í þættinum.

„Þetta var æðisgenginn sprettur, að fást við eldfjallið," bætti Helms við. „Það er ekki hægt að sigra mig. En móðir náttúra vildi ekki ekki fá okkur hingað,"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar