Sænsk blöð krefjast afsagnar konungs

Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða …
Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða við fréttamenn sænsku fréttastofunnar TT í vikunni. Reuters

Nokkur sænsk dagblöð krefjast þess í dag, að Karl Gústaf, Svíakonungur, afsali sér völdum og afhendi Viktoríu dóttur sinni, krúnuna.

„Konungur verður að gera sér grein fyrir því, að hann getur ekki lengur gegnt embættinu," segir Aftonbladet í leiðara í dag. „Að minnsta kosti ekki ef hann vill vera fulltrúi sameinaðrar og samstilltrar þjóðar." 

Konungur veitti fréttastofunni TT viðtal í vikunni og vísaði þar m.a. bug orðrómi um að hann hefði sótt nektarstaði og að til væru myndir af honum á slíkum stöðum. Svíum þótti konungurinn þó ekki sannfærandi og höfundar bókar, sem kom út á síðasta ári um einkalíf Karls Gústafs, fullyrtu að hann hefði sagt ósatt.

Blaðið Dagens Nyheter hefur eftir þingmanninum Peter Eriksson, formanni stjórnarskrárnefndar sænska þingsins, að konungur hefði ekki veitt skýr svör við spurningum í viðtalinu. Því sé ljóst að konungi hafi ekki tekist að lægja öldurnar. 

Dagens Nyheter segir síðan í leiðara í dag, að sænska konungsembættið byggist, eins og það danska, á stuðningi fólksins. Þegar þjóðin fari að efast um hvort æðsti fulltrúi konungsfjölskyldunnar segi satt sé hætta á ferðum.

Skoðanakannanir hafa bent til þess að æ fleiri Svíar vilji að konungur láti af embætti og krónprinsessan taki við. 

Vill rannsókn á máli konungs

Lena Olsson, talsmaður Vinstriflokksins í dómsmálum, hefur lagt til að skipuð verði sérstök „sannleiksnefnd“ til að rannsaka hvort fótur sé fyrir ásökunum um að Karl Gústaf Svíakonungur hafi sótt nektardansstaði og jafnvel verið viðriðinn félaga í glæpasamtökum. Olsson kveðst standa við tillöguna þótt konungurinn hafi neitað þessum ásökunum algerlega í viðtali við fréttastofuna TT í fyrrakvöld.

Í viðtalinu neitaði Karl Gústaf ásökunum Mille Markovic, fyrrverandi glæpaforingja, sem segist hafa myndir af konunginum með tveimur nöktum konum á nektardansstað. „Nei, það er ómögulegt að slíkar myndir séu til,“ sagði konungurinn.

Sænsk sjónvarpsstöð skýrði frá því fyrir hálfum mánuði að fréttamaður hefði séð myndirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir