Cyndi sækir í sönggyðjuna

Cyndi Lauper.
Cyndi Lauper. Reuters

Cynthia Ann Stephanie Lauper syngur í Hörpu annað kvöld. Cynthia er betur þekkt sem Cyndi Lauper sem söng hér forðum daga skærri röddu um að stelpur vildu bara skemmta sér. Lauper hefur alltaf langað að koma til Íslands, elskar Björk og fær aldrei leiða á tónlist. Blaðamaður spjallaði við „eighties“-söngdívuna um daginn og veginn.

Gæti ekki hugsað sér annað

Lauper skaust á toppinn um miðjan níunda áratuginn, á „eighties“-tímabilinu, þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, She's So Unusual. Hún var fyrst allra kvenna til að fá fjögur lög af einni plötu á topp fimm vinsældalista. Lauper hefur síðan þá gefið út tíu plötur, yfir 40 lög og frá 2008 selt yfir 30 milljónir eintaka á heimsvísu og nú er hún komin til Íslands. En hvers vegna ákvað hún að koma hingað? Var þetta hennar ákvörðun eða var hún beðin að koma?

„Ég hugsa að það sé svolítið af hvoru tveggja. Mig hefur alltaf langað að koma hingað til Íslands og spila hérna. Ísland er eitt af fáum löndum sem ég hef ekki haldið tónleika í. Aðdáendur mínir hafa oft beðið mig að koma hingað svo að hér er ég!“

Nú hefur þú verið í tónlistarbransanum af fullum krafti í næstum 30 ár, hvernig ferðu að þessu? Færðu aldrei leiða á tónlistinni?

„Tónlist er alltaf að breytast, svo það er lítill möguleiki á því að ég verði þreytt á henni. Ég elska að gera það sem ég geri. Ég gæti ekki ímyndað mér að gera neitt annað.“

Hefur tónlistin þín þróast í einhverja sérstaka átt yfir árin?

„Ég myndi segja að ég elti bara sönggyðjuna mína, hvert sem hún ber mig. Ég er ekki hrifin af því að einskorða tónlistina mína við einhverja ákveðna tegund eða stefnu.“

Fílar Björk og Sykurmolana

Cyndi Lauper hlustar á íslenska tónlist og segir Björk vera í miklu uppáhaldi. „Algjörlega, einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum er Björk og ég dýrkaði Sykurmolana,“ segir Lauper. „Ég er mjög hrifin af elektrónískri tónlist og það kemur fullt af virkilega góðri elektróník frá Íslandi.“

En nú hafa tímarnir í tónlistarheiminum breyst töluvert frá því að þú slóst í gegn. Sérðu einhvern mun á þér á þeim tíma og á ungum stúlkum í dag sem eru að taka sín fyrstu skref í heimi frægðarinnar?

„Tónlistariðnaðurinn virðist vera mun opnari konum í dag en var á þeim tíma. Hins vegar þarf að hafa einhverja hæfileika og þessa þrá til að ná langt.“

Semur eigin tónlist og enginn vafi á fleiri plötum

„Já, að sjálfsögðu sem ég mína eigin tónlist,“ segir Lauper. „En mér finnst líka mjög gaman að tækla tökulög frá tónlistarmönnum sem ég hef miklar mætur á, eins og lögin sem ég valdi á nýjustu plötu mína, Memphis Blues.“

Nú hefur þú gefið út samtals 11 plötur, heldurðu að þú munir gefa út fleiri plötur á lífsleiðinni?

„Já, án alls efa mun ég gera það. En í bili ætla ég að njóta nýju plötunnar og helga öðrum verkefnum tíma minn. Ég mun einnig gefa út DVD frá tónleikum sem kemur út í september og svona jólastuttskífu yfir hátíðirnar.“

Þá er aðeins eitt að lokum, vilja stelpur bara skemmta sér?

„Algerlega! En við viljum líka fá virðingu og lifa við jöfnuð.“

Enn á fullu

Það vita flestir hver Cyndi Lauper er, drottning níunda áratugarins. Þeir sem kannast ekki við nafnið kveikja eflaust á perunni þegar lagið Girls Just Want To Have Fun er spilað. Þessi söngkona, lagahöfundur og leikkona er enn að og nýjasta plata hennar, Memphis Blues, kom út í fyrra. Nú er hún á tónleikaferðalagi og spilar á Íslandi annað kvöld.

Cyndi reyndi lengi fyrir sér sem söngkona og gaf meðal annars út plötu með hljómsveitinni Blue Angel. Platan seldist illa og í kjölfarið flosnaði sveitin upp. Umboðsmenn höfðu haft áhuga á Cyndi sjálfri og einstakri rödd hennar en hún hafði ekki viljað gera neitt án hljómsveitarinnar. Eftir þessa misheppnuðu tilraun fór Cyndi að vinna fyrir sér sem búðarkona og söng þess á milli á hverfispöbbum í New York-borg. Eitt slíkt kvöld hitti hún mann að nafni David Wolff sem varð umboðsmaður hennar og kom henni í samband við útgáfufyrirtæki. Þarna fór frægðin að taka völd.

Cindy Lauper.
Cindy Lauper.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan