Leitar að líki bin Ladens

Líki Osama bin Ladens var kastað í sjóinn af bandaríska …
Líki Osama bin Ladens var kastað í sjóinn af bandaríska flugmóðuskipinu USS Carl Vinson. TYRONE SIU

Könnuðurinn og kafarinn Bill Warren ætlar að leita að líki Osama bin Ladens. Hann segir í viðtali við vefinn TMZ að ætlunin sé að ganga úr skugga um hvort Osama sé dáinn og sýna heiminum sönnun þess.

„Við gerum þetta því við erum þjóðhollir Bandaríkjamenn og okkur finns að Obama forseti hafi ekki sýnt okkur sönnunargögnin,“sagði Warren. Hann bætti því við að hann treysti hvorki bandaríkjastjórn né forsetanum.

Líksins verður leitað á norðanverðu Arabahafi en sagt er að líki skæruliðaforingjans hafi verið varpað þar fyrir borð af bandarísku flugmóðuskipi. Warren segir hugmyndina þá að finna líkið, taka myndir af því og lífsýni sem verði DNA greind um borð í einu leiðangursskipinu.

Ekkert verður til sparað við leitina og verða mörg skip í leiðangrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar