U2 þénuðu mest

Bono og Adam Clayton í sveitinn U2.
Bono og Adam Clayton í sveitinn U2. Reuters

Írska rokksveit­in U2 er efst á ár­leg­um lista banda­ríska viðskipta­tíma­rits­ins For­bes yfir tekju­hæstu tón­list­ar­menn heims­ins.  Er þetta annað árið í röð, sem U2 er í 1. sæti á tekju­lista For­bes.

Tíma­ritið áætl­ar, að tekj­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar hafi numið 195 millj­ón­um dala á síðasta ári, 22,8 millj­örðum króna, á síðasta ári. U2 hef­ur und­an­far­in tvö ár verið á tón­leika­ferðalagi og áætl­ar For­bes að tekj­ur sveit­ar­inn­ar af ferðinni hafi numið 700 millj­ón­um dala.  

Í öðru sæti er hljóm­sveit­in Bon Jovi, sem aflaði 125 millj­óna dala á síðasta ári, að mati For­bes. Elt­on John er í 3. sæti með 100 millj­óna dala tekj­ur og Lady Gaga aflaði 90 millj­óna dala á síðasta ári. 

Banda­ríska rokksveit­in Eag­les, sem skemmti Íslend­ing­um í síðustu viku, er í 8. sæti á list­an­um með 60 millj­óna dala tekj­ur, rúm­lega 7 millj­arða króna.

  1. U2, 195 millj­ón­ir dala
  2. Bon Jovi, 125 millj­ón­ir dala
  3. Elt­on John, 100 millj­ón­ir dala
  4. Lady Gaga, 90 millj­ón­ir dala
  5. Michael Bu­ble, 70 millj­ón­ir dala
  6. Paul McCart­ney, 67 millj­ón­ir dala
  7. Black Eyed Peas, 61 millj­ón dala
  8. Eag­les, 60 millj­ón­ir dala
  9. Just­in Bie­ber, 53 millj­ón­ir dala
  10. Dave Matt­hews Band, 51 millj­ón dala
  11. Toby Keith, 50 millj­ón­ir dala
  12. Us­her, 46 millj­ón­ir dala
  13. Tayl­or Swift, 45 millj­ón­ir dala
  14. Katy Perry, 44 millj­ón­ir dala
  15. Brad Paisley, 40 millj­ón­ir dala
  16. Tom Petty & the Heart­breaks, 38 millj­ón­ir dala
  17. Jay-Z, 38 millj­ón­ir dala
  18. AC/​DC, 35 millj­ón­ir dala
  19. Sean „Diddy" Combs ($35 millj­ón­ir dala
  20. Beyonce, 35 millj­ón­ir dala
  21. Tim McGraw, 35 millj­ón­ir dala
  22. Muse, 35 millj­ón­ir dala
  23. Rascal Flatts, 34 millj­ón­ir dala
  24. Kenny Chesney, 30 millj­ón­ir dala
  25. Ri­hanna, 29 millj­ón­ir dala
Félagarnir í hljómsveitinni The Eagles eru meðal tekjuhæstu tónlistarmanna heims.
Fé­lag­arn­ir í hljóm­sveit­inni The Eag­les eru meðal tekju­hæstu tón­list­ar­manna heims. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem talar í hálfum setningum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem talar í hálfum setningum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir