U2 þénuðu mest

Bono og Adam Clayton í sveitinn U2.
Bono og Adam Clayton í sveitinn U2. Reuters

Írska rokksveitin U2 er efst á árlegum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir tekjuhæstu tónlistarmenn heimsins.  Er þetta annað árið í röð, sem U2 er í 1. sæti á tekjulista Forbes.

Tímaritið áætlar, að tekjur hljómsveitarinnar hafi numið 195 milljónum dala á síðasta ári, 22,8 milljörðum króna, á síðasta ári. U2 hefur undanfarin tvö ár verið á tónleikaferðalagi og áætlar Forbes að tekjur sveitarinnar af ferðinni hafi numið 700 milljónum dala.  

Í öðru sæti er hljómsveitin Bon Jovi, sem aflaði 125 milljóna dala á síðasta ári, að mati Forbes. Elton John er í 3. sæti með 100 milljóna dala tekjur og Lady Gaga aflaði 90 milljóna dala á síðasta ári. 

Bandaríska rokksveitin Eagles, sem skemmti Íslendingum í síðustu viku, er í 8. sæti á listanum með 60 milljóna dala tekjur, rúmlega 7 milljarða króna.

  1. U2, 195 milljónir dala
  2. Bon Jovi, 125 milljónir dala
  3. Elton John, 100 milljónir dala
  4. Lady Gaga, 90 milljónir dala
  5. Michael Buble, 70 milljónir dala
  6. Paul McCartney, 67 milljónir dala
  7. Black Eyed Peas, 61 milljón dala
  8. Eagles, 60 milljónir dala
  9. Justin Bieber, 53 milljónir dala
  10. Dave Matthews Band, 51 milljón dala
  11. Toby Keith, 50 milljónir dala
  12. Usher, 46 milljónir dala
  13. Taylor Swift, 45 milljónir dala
  14. Katy Perry, 44 milljónir dala
  15. Brad Paisley, 40 milljónir dala
  16. Tom Petty & the Heartbreaks, 38 milljónir dala
  17. Jay-Z, 38 milljónir dala
  18. AC/DC, 35 milljónir dala
  19. Sean „Diddy" Combs ($35 milljónir dala
  20. Beyonce, 35 milljónir dala
  21. Tim McGraw, 35 milljónir dala
  22. Muse, 35 milljónir dala
  23. Rascal Flatts, 34 milljónir dala
  24. Kenny Chesney, 30 milljónir dala
  25. Rihanna, 29 milljónir dala
Félagarnir í hljómsveitinni The Eagles eru meðal tekjuhæstu tónlistarmanna heims.
Félagarnir í hljómsveitinni The Eagles eru meðal tekjuhæstu tónlistarmanna heims. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir