Írska rokksveitin U2 er efst á árlegum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir tekjuhæstu tónlistarmenn heimsins. Er þetta annað árið í röð, sem U2 er í 1. sæti á tekjulista Forbes.
Tímaritið áætlar, að tekjur hljómsveitarinnar hafi numið 195 milljónum dala á síðasta ári, 22,8 milljörðum króna, á síðasta ári. U2 hefur undanfarin tvö ár verið á tónleikaferðalagi og áætlar Forbes að tekjur sveitarinnar af ferðinni hafi numið 700 milljónum dala.
Í öðru sæti er hljómsveitin Bon Jovi, sem aflaði 125 milljóna dala á síðasta ári, að mati Forbes. Elton John er í 3. sæti með 100 milljóna dala tekjur og Lady Gaga aflaði 90 milljóna dala á síðasta ári.
Bandaríska rokksveitin Eagles, sem skemmti Íslendingum í síðustu viku, er í 8. sæti á listanum með 60 milljóna dala tekjur, rúmlega 7 milljarða króna.
- U2, 195 milljónir dala
- Bon Jovi, 125 milljónir dala
- Elton John, 100 milljónir dala
- Lady Gaga, 90 milljónir dala
- Michael Buble, 70 milljónir dala
- Paul McCartney, 67 milljónir dala
- Black Eyed Peas, 61 milljón dala
- Eagles, 60 milljónir dala
- Justin Bieber, 53 milljónir dala
- Dave Matthews Band, 51 milljón dala
- Toby Keith, 50 milljónir dala
- Usher, 46 milljónir dala
- Taylor Swift, 45 milljónir dala
- Katy Perry, 44 milljónir dala
- Brad Paisley, 40 milljónir dala
- Tom Petty & the Heartbreaks, 38 milljónir dala
- Jay-Z, 38 milljónir dala
- AC/DC, 35 milljónir dala
- Sean „Diddy" Combs ($35 milljónir dala
- Beyonce, 35 milljónir dala
- Tim McGraw, 35 milljónir dala
- Muse, 35 milljónir dala
- Rascal Flatts, 34 milljónir dala
- Kenny Chesney, 30 milljónir dala
- Rihanna, 29 milljónir dala
Félagarnir í hljómsveitinni The Eagles eru meðal tekjuhæstu tónlistarmanna heims.
mbl.is/Golli