Flestar konur velja ást fram yfir peninga

Ást eða peningar?
Ást eða peningar? Reuters

Konur giftast yfirleitt ástarinnar vegna fremur en peninganna samkvæmt nýrri könnun en önnur lögmál gilda ef karlmaðurinn er atvinnulaus. 75% kvenna myndu ekki giftast atvinnulausum karlmanni.

65% kvenna sögðust ekki heldur vilja giftast ef þær væru sjálfar án atvinnu. 

En meira en 91% kvenna sögðust myndu giftast vegna ástar fremur en vegna peninga. 

„Það er kaldhæðnislegt að konur skulu segja að ást skipti meira máli en peningar á meðan þær myndu ekki giftast ef maki þeirra er án atvinnu“ segir Meghan Casserly frá tímaritinu Forbes Woman sem framkvæmdi könnunina.

77% kvenna trúði því að þær gætu fengið fullnægjandi samband, fjölskyldu og frama í starfi. 

63% kvenna sögðust vinna 40-59 tíma á viku og 62% kvenna í sambandi sögðust verja aðeins þremur tímum eða minna með maka sínum í hverri vinnuviku. 

Meghan segir greinilegt að konur setji starfið í fyrsta sætið en trúi þrátt fyrir það að þær geti fengið allt hitt líka. 

32% kvenna sögðust hafa hærri tekjur en makar sínir en 41% kvenna sögðust ekki líklegar til að giftast manni sem væri með lægri tekjur en þær. 

55% kvenna sögðust myndu hætta að vinna til að hugsa um börn sín ef maki þeirra myndi biðja þær um það en aðeins 28% myndu krefjast þess af maka sínum. 

Ef þær gætu fengið einn auka klukkutíma á degi hverjum myndu 42% verja honum í einrúmi frekar en með maka sínum, vinum eða fjölskyldu. 

Sjá frétt Reuters

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir