Boða mótmæli á Glastonbury

Bono
Bono Reuters

Mótmælendur ætla að láta í sér heyra á Glastonbury hátíðinni í Bretlandi í dag er írska hljómsveitin U2 stígur á svið. Ástæðan eru fregnir af því að hljómsveitin hafi komið sér undan því að greiða skatta í heimalandinu.

Mótmælendurnir, Art Uncut, segja að Bono, söngvari U2, sé þekktur fyrir baráttu sína gegn fátækt í heiminum en þetta sé ekkert annað en hræsni. Skattamál U2 komi við kaunin á Írum sem eiga í verulegum fjárhagserfiðleikum vegna efnahagsástandsins heima fyrir.

U2 er efst á árlegum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir tekjuhæstu tónlistarmenn heimsins.  Er þetta annað árið í röð, sem U2 er í 1. sæti á tekjulista Forbes.Tímaritið áætlar, að tekjur hljómsveitarinnar hafi numið 195 milljónum dala á síðasta ári, 22,8 milljörðum króna, á síðasta ári.

Liðsmenn Art Uncut segja að U2 hafi flutt lögheimili sitt til Hollands frá Írlandi eftir að skattalögum var breytt á Írlandi árið 2006. Var það gert til þess að greiða lægri skatta heldur en sveitin hefði þurft að gera á Írlandi. 


Frá Glastonbury hátíðinni
Frá Glastonbury hátíðinni Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir