Bandaríski leikarinn Peter Falk er látinn, 83 ára að aldri. Falk var þekktastur fyrir að leika lögreglumanninn Colombo í fjölda sjónvarpsþátta og sjónvarpsmynda.
Falk lést í gær á heimili sínu í Beverly Hills í gær, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Ekki er getið um dánarorsök en vitað var að Falk þjáðist af Alzheimer og fékk Shera, eiginkona hans, heimild dómstóla árið 2009 til að sjá um fjármál hans.
Falk lék í fjölda kvikmynda og var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndirnar Murder, Inc. og Pocketful of Miracles í byrjun sjöunda áratugarins. Hann fékk síðan fern Emmy-verðlaun fyrir að leika Colombo.
Falk var eineygður en annað auga hans var fjarlægt þegar hann var þriggja ára eftir að hann fékk krabbamein í augað.