Vildi gera besta lag sögunnar

Berndsen tókst að kalla fram „eitís“ Bubba í laginu Úlfur …
Berndsen tókst að kalla fram „eitís“ Bubba í laginu Úlfur úlfur.

Berndsen og enginn annar en kóngurinn Bubbi Morthens syngja saman í glænýju sumarlagi. Lagið heitir Úlfur úlfur og kostaði svo gott sem árs langa vinnu.

„Upprunalegu hugmyndina átti í rauninni Óli Palli á Rás 2. Bubbi er náttúrlega þar með þáttinn Færibandið á og ég vinn þar sem tæknimaður. Þá byrjaði Óli Palli að segja við Bubba að hann yrði að gera lag með mér og svo byrjaði Bubbi sjálfur að segja við: „Jæja, hvenær eigum við að gera þetta lag?“ alveg á fullu og þetta vatt bara upp á sig.“

„Bubbi var bara hreinn fagmaður. Hann kom inn í stúdíóið og söng þetta bara á „no time“. Við tókum tíu tökur og bara búmm, komið. Það var einmitt helvíti skemmtilegt að ég var með einhverjar Bubba-plötur á borðinu þegar hann mætti, ég hafði verið að hlusta á þær til að fá innblástur, og hann var ansi sáttur með það,“ segir Berndsen sem gæti ekki verið sáttari með útkomu lagsins.

Lagið var frumflutt í dag í þættinum Virkir morgnar á Rás 2.

Nánar má lesa um tilbúning lagsins og álit Bubba á Berndsen í nýjasta tölublaði Monitor.
Blaðið má nálgast í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup