Berndsen og enginn annar en kóngurinn Bubbi Morthens syngja saman í glænýju sumarlagi. Lagið heitir Úlfur úlfur og kostaði svo gott sem árs langa vinnu.
„Upprunalegu hugmyndina átti í rauninni Óli Palli á Rás 2. Bubbi er náttúrlega þar með þáttinn Færibandið á og ég vinn þar sem tæknimaður. Þá byrjaði Óli Palli að segja við Bubba að hann yrði að gera lag með mér og svo byrjaði Bubbi sjálfur að segja við: „Jæja, hvenær eigum við að gera þetta lag?“ alveg á fullu og þetta vatt bara upp á sig.“
„Bubbi var bara hreinn fagmaður. Hann kom inn í stúdíóið og
söng þetta bara á „no time“. Við tókum tíu tökur og bara búmm, komið. Það var
einmitt helvíti skemmtilegt að ég var með einhverjar Bubba-plötur á borðinu
þegar hann mætti, ég hafði verið að hlusta á þær til að fá innblástur, og hann
var ansi sáttur með það,“ segir Berndsen sem gæti ekki verið sáttari með útkomu lagsins.
Lagið var frumflutt í dag í þættinum Virkir morgnar á Rás 2.
Nánar má lesa um tilbúning lagsins og álit Bubba á Berndsen í nýjasta tölublaði Monitor.
Blaðið má nálgast í rafrænni útgáfu hér.