Kirkjubrúðkaupið var í dag

Albert II prins (t.v.) og Charlene prinsessa við altarið. Lengst …
Albert II prins (t.v.) og Charlene prinsessa við altarið. Lengst til hægri í röð gesta má sjá íslensku forsetahjónin. Reuters

Albert II prins af Mónakó og Charlene prinsessa, sem er ættuð frá Suður-Afríku, létu vígjast kirkjulegri hjónavígslu í dag að viðstöddum 800 tignum og frægum gestum. Þau voru gefin saman borgaralega í gær.

Brúðurin var klædd í silkikjól frá Armani. Í hann fóru 130 metrar af silki og var kjóllinn skreyttur 40.000 kristöllum.  Bernard Barsi erkibiskup í Mónakó spurði hjónaefnin hvort þau ganga að því að eigast „í meðlæti og í mótlæti, í auðlegð og fátækt, í veikindum og heilbrigði, þar til dauðinn aðskilur.“ Bæði svöruðu með skýru „JÁ“.

Charlene var augljóslega ekki eins spennt við athöfnina í dag og i gær. Hún brosti við og við. Þau skiptust síðan á giftingarhringum sem smíðaðir eru úr 18 karata hvítagulli og platínu hjá House of Cartier. 

Albert II prins tekur blæjuna frá andliti brúðar sinnar.
Albert II prins tekur blæjuna frá andliti brúðar sinnar. Reuters
Höllin í Mónakó var skreytt og rauður dregill á torginu …
Höllin í Mónakó var skreytt og rauður dregill á torginu við kirkjubrúðkaupið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir