Maria Shriver vill skilnað

Arnold Schwarzenegger og kona hans, Maria Shriver.
Arnold Schwarzenegger og kona hans, Maria Shriver. AP

Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzenegger leikara og fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu, hefur óskað eftir hjónaskilnaði. Skjöl þess efnis voru lögð fram hjá dómstóli í Los Angeles í gær. 

Shriver, sem er 55 ára gömul, sagði „ósættanlegan mun“ vera ástæðu þess að hún óskar eftir skilnaði frá manni sínum. Þau kynntust 1977 og gengu í hjónaband 1986.

Schwarzenegger, sem er 63 ára, viðurkenndi í maí að hafa eignast barn með Mildred Baena, vinnukonu þeirra hjóna til margra ára, og tilkynnti um aðskilnað þeirra hjóna. 

Maria Shriver fór fram á sameiginlegt forræði yfir börnum þeirra hjóna, Patrick sem er 17 ára og Christopher sem er 13. ára, einnig fór hún fram á að eiginmaður hennar greiði lögfræðikostnað hennar og framfærslu. Hjónin eiga tvær eldri dætur, Katherine 21 árs og Christina 19 ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar