Fílar biðu eftir strætó

Fíll á förnum vegi. Mynd úr myndasafni.
Fíll á förnum vegi. Mynd úr myndasafni.

Tveir strokufílar, sem hlupust á brott úr sirkus, komu vegfarendum verulega á óvart þegar þeir birtust skyndilega á strætisvagnabiðstöð í borginni Hannover í Þýskalandi.

Fílarnir heita Dunia, sem er fertugur fíll af indversku bergi brotinn og Daela, 25 ára Afríkufíll.

Lögreglu var tilkynnt um þessa kyndugu vegfarendur og þegar hún kom á staðinn stóðu fílarnir í mestu makindum á biðstöðinni og nöguðu nærliggjandi tré.

Fílarnir ullu engu tjóni og voru hinir spökustu þegar þeir voru handsamaðir.

Frá þessu segir á Reuters.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar