Sala á Bjarkartónleika hefst á morgun

Björk
Björk

Almenn miðasala á tónleika Bjarkar í Hörpu  hefst á hádegi á morgun á midi.is.  Alls mun Björk halda sex tónleika í október í Hörpu og verða seldir 700 miðar á hverja tónleika.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Iceland Airwaves, Smekkleysu og Manchester International Festival. Auk tónleikanna verður sett upp sérstök sýning og fræðsluverkefni fyrir börn í tengslum við verkefnið. 

Á tónleikunum mun Björk flytja lög af væntanlegri plötu sinni, auk
laga sem fest hafa hana í sessi sem listamann í gegnum árin, segir í fréttatilkynningu.  Hópur af tónlistarfólki, þ.á.m. Graduale Nobili, 24 manna íslenskur stúlknakór, kemur að flutningnum.  Sérhönnuð hljóðfæri eru notuð við flutninginn, m.a.  pípuorgel sem stjórnað er stafrænt og rúmlega 3 metra hár pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðar til að skapa
tónmynstur.

„Þessi hljóðfæri eru engu lík og voru sérstaklega smíðuð í
samstarfi við Björk fyrir verkefnið. Þau verða hluti Biophilia
sýningar sem opnuð verður 10. október."

Dagsetningar tónleikanna eru: 12. og 16. október en þeir tónleikar eru á Iceland Airwaves hátíðinni. 19., 22., 25. og 28. október eru hins vegar almennir tónleikar.

Fyrir gesti Iceland Airwaves eru 200 miðar í boði endurgjaldslaust á
hvora tónleika (12. og 16. október) en aðeins um 700 miðar eru í boði
á hverja tónleika. Þeim verður útdeilt eftir „fyrstur kemur, fyrstur
fær" reglunni á tónleikadegi. Hins vegar kostar  9.900 krónur fyrir miða í stæði og 12.900 krónur fyrir miða í sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup