Sala á Bjarkartónleika hefst á morgun

Björk
Björk

Almenn miðasala á tónleika Bjarkar í Hörpu  hefst á hádegi á morgun á midi.is.  Alls mun Björk halda sex tónleika í október í Hörpu og verða seldir 700 miðar á hverja tónleika.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Iceland Airwaves, Smekkleysu og Manchester International Festival. Auk tónleikanna verður sett upp sérstök sýning og fræðsluverkefni fyrir börn í tengslum við verkefnið. 

Á tónleikunum mun Björk flytja lög af væntanlegri plötu sinni, auk
laga sem fest hafa hana í sessi sem listamann í gegnum árin, segir í fréttatilkynningu.  Hópur af tónlistarfólki, þ.á.m. Graduale Nobili, 24 manna íslenskur stúlknakór, kemur að flutningnum.  Sérhönnuð hljóðfæri eru notuð við flutninginn, m.a.  pípuorgel sem stjórnað er stafrænt og rúmlega 3 metra hár pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðar til að skapa
tónmynstur.

„Þessi hljóðfæri eru engu lík og voru sérstaklega smíðuð í
samstarfi við Björk fyrir verkefnið. Þau verða hluti Biophilia
sýningar sem opnuð verður 10. október."

Dagsetningar tónleikanna eru: 12. og 16. október en þeir tónleikar eru á Iceland Airwaves hátíðinni. 19., 22., 25. og 28. október eru hins vegar almennir tónleikar.

Fyrir gesti Iceland Airwaves eru 200 miðar í boði endurgjaldslaust á
hvora tónleika (12. og 16. október) en aðeins um 700 miðar eru í boði
á hverja tónleika. Þeim verður útdeilt eftir „fyrstur kemur, fyrstur
fær" reglunni á tónleikadegi. Hins vegar kostar  9.900 krónur fyrir miða í stæði og 12.900 krónur fyrir miða í sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir