Áttræður breskur strípalingur hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið handtekinn við að þrífa bílinn sinn - nakinn.
Kevin Lavelle, hlaut átta vikna skilorðsbundin dóm eftir að hann var fundinn sekur um að blöskra blygðunarkennd nágranna sinna eftir að hafa ítrekað dyttað að og þrifið bílinn sinn allsnakinn.
Að sögn nágranna mannsins hefur þessi strípihneigð hans ágerst með tímanum en fyrst um sinn striplaðist hann bara í garðinum en nú um allar götur.