Amy Winehouse er látin

Breska söngkonan Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í norðurhluta London í dag. Hún varð 27 ára gömul. Söngkonan háði harða baráttu við áfengi og fíkniefni um ævina og þótti litríkur persónuleiki. 

Ekki hefur verið upplýst um dánarorsök söngkonunnar.

„Sjúkraflutningaþjónusta Lundúnaborgar kallaði lögreglu að heimilisfangi í  Camden Square skömmu fyrir klukkan 16.05 (15.05 að íslenskum tíma), laugardaginn 23. júlí, eftir að tilkynnt var um konu sem fannst látin,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.

„Við komuna á staðinn fundu lögreglumenn lík 27 ára konu sem var úrskurðuð látin á staðnum. Rannsókn fer fram á láti hennar. Á þessu stigi er dánarorsök óútskýrð.“

Winehouse hætti nýlega við tónleikaferð sem átti að vera „endurkoma“ eftir slæma tónleika í Serbíu. Söngkonan hætti upphaflega við tónleika í Istanbúl í Tyrklandi og Aþenu í Grikklandi en umboðsskrifstofa hennar aflýsti svo öllum tónleikunum.

Margir þekktir tónlistarmenn hafa látist 27 ára að aldri. Meðal þeirra eru Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain.  

Meðfylgjandi myndskeið var tekið 18. júní síðastliðinn í Belgrad. Það er einnig hægt að sjá á You Tube.  

Amy Winehouse er látin, 27 ára að aldri.
Amy Winehouse er látin, 27 ára að aldri. Reuters

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar