Minnast Amy Winehouse

00:00
00:00

Upp­fært 19.26

Lög­regl­an í Lund­ún­um hef­ur ekki viljað staðfesta hvernig and­lát Amy Winehou­se bar að en hún fannst lát­in á heim­ili sínu í gær.

Að sögn lög­reglu er rann­sókn máls­ins enn í gangi. 

Mik­ill fjöldi aðdá­enda tón­list­ar­kon­unn­ar hef­ur komið að heim­ili Winehou­se til að minn­ast henn­ar. Hef­ur fólk m.a. lagt blóm utan við hús henn­ar til að sýna samúð sína. 

Winehou­se var fædd 14. sept­em­ber 1983 í London. Ung að aldri fór hún að sýna tónlist áhuga en árið 2003 kom út plata henn­ar Frank. Sú plata naut mik­illa vin­sælda, einkum í Bretlandi.

Fer­ill Winehou­se ein­kennd­ist einkum af lit­rík­um per­sónu­leika henn­ar og ein­stakri sviðsfram­komu.

Winehou­se var marg­verðlaunaður tón­list­armaður en meðal verðlauna voru Grammy verðlaun­in árið 2008. Þar fékk hún viður­kenn­ingu fyr­ir plötu árs­ins, lag árs­ins og fyr­ir bestu söngrödd í kvenna­flokki á sviði popp­tón­list­ar fyr­ir lag sitt Rehab.

Amy Winehou­se var 27 ára er hún lést.

Blóm við heimili Amy Winehouse.
Blóm við heim­ili Amy Winehou­se. Reu­ters
Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason