Minnast Amy Winehouse

Uppfært 19.26

Lögreglan í Lundúnum hefur ekki viljað staðfesta hvernig andlát Amy Winehouse bar að en hún fannst látin á heimili sínu í gær.

Að sögn lögreglu er rannsókn málsins enn í gangi. 

Mikill fjöldi aðdáenda tónlistarkonunnar hefur komið að heimili Winehouse til að minnast hennar. Hefur fólk m.a. lagt blóm utan við hús hennar til að sýna samúð sína. 

Winehouse var fædd 14. september 1983 í London. Ung að aldri fór hún að sýna tónlist áhuga en árið 2003 kom út plata hennar Frank. Sú plata naut mikilla vinsælda, einkum í Bretlandi.

Ferill Winehouse einkenndist einkum af litríkum persónuleika hennar og einstakri sviðsframkomu.

Winehouse var margverðlaunaður tónlistarmaður en meðal verðlauna voru Grammy verðlaunin árið 2008. Þar fékk hún viðurkenningu fyrir plötu ársins, lag ársins og fyrir bestu söngrödd í kvennaflokki á sviði popptónlistar fyrir lag sitt Rehab.

Amy Winehouse var 27 ára er hún lést.

Blóm við heimili Amy Winehouse.
Blóm við heimili Amy Winehouse. Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup