6 milljarða afmælisgjöf

Soulja Boy.
Soulja Boy. mbl.is/COVER

Rappdrengurinn Soulja Boy hefur ákveðið að fagna 21 árs afmæli sínu með glæsibrag og vera endemis rausnarlegur við sjálfan sig af því tilefni.

Hefur hann því pantað sér einkaþotu sem hann hyggst ferðast á um heiminn. Þotan kostar litlar 35 milljónir dala eða sem nemur fjórum milljörðum íslenskra króna.

Í ofanálag hefur hann pantað aukahluti fyrir rúma tvo milljarða til viðbótar. Má þar á meðal nefna 12 ítölsk leðursæti, fjóra bari, flatskjái, flísar og skápa úr brasilískum við. 

Engum sögum fer af því hvað hann ætlar að fá í 22 ára afmælisgjöf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar