Nærbuxum Greifanna hefur verið skilað, en þær hafa fylgt hljómsveitinni frá árinu 1984. Móðir Kristjáns Viðars „greifa“ saumaði þær upprunalega en nýjar voru saumaðar í síðustu viku og var þeim rænt. Greifarnir eru mjög þakklátir.
„Þessar nærbuxur hafa fylgt Greifunum frá árinu 1984, en móðir mín saumaði þær upprunalega. Þegar hljómsveitin kom fram upprunalega hét hún „Special Treatment,“segir Kristján Viðar.
Segir Kristján Viðar að sveitin hafi látið sauma nýjar nærbuxur í síðustu viku og voru þær hengdar upp fyrir utan SPOT á mánudagskvöldið. Þeim var síðan rænt aðfaranótt þriðjudags.
„Hann eða þeir sem tóku þær hringdu og létu vita að þeir myndu skilja þær eftir einhvers staðar fyrir ofan skemmtistaðinn SPOT, en þeir hafa sennilega fengið einhvern móral,“segir Kristján Viðar.
„Þær eru ekkert skemmdar og er líðan þeirra eftir atvikum,“ segir Kristján Viðar glaður í bragði.