Tara Reid trúlofuð í fáeinar klukkustundir

Kvikmyndaleikkonan Tara Reid.
Kvikmyndaleikkonan Tara Reid. AP

Einungis klukkustundum eftir að bandaríska kvikmyndaleikkonan Tara Reid tilkynnti á samskiptavefnum Twitter að hún væri búin að trúlofa sig tilkynnti hún að hún væri orðin gift kona. Trúlofunin stóð því ekki beinlínis lengi yfir.

„Var rétt í þessu að gifta mig á Grikklandi og elska að vera eiginkona,“ sagði Reid á Twitter-síðu sinni um helgina sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndunum um amerísku flatbökuna.

Samkvæmt tímaritinu People gekk Reid, sem er 35 ára gömul, að eiga danska kaupsýslumanninn Michael Lilleund á laugardaginn. Nokkrum klukkustundum áður en hún tilkynnti um giftinguna birti hún skilaboðin: „Ég var rétt í þessu að trúlofa mig!“

Samkvæmt tímaritinu kynntist parið í nóvember síðastliðinn í Saint Tropez í Frakklandi. Áður var Reid trúlofuð netmógúlnum Michael Axtmann en þau slitu samvistum árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar