Tara Reid trúlofuð í fáeinar klukkustundir

Kvikmyndaleikkonan Tara Reid.
Kvikmyndaleikkonan Tara Reid. AP

Einungis klukkustundum eftir að bandaríska kvikmyndaleikkonan Tara Reid tilkynnti á samskiptavefnum Twitter að hún væri búin að trúlofa sig tilkynnti hún að hún væri orðin gift kona. Trúlofunin stóð því ekki beinlínis lengi yfir.

„Var rétt í þessu að gifta mig á Grikklandi og elska að vera eiginkona,“ sagði Reid á Twitter-síðu sinni um helgina sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndunum um amerísku flatbökuna.

Samkvæmt tímaritinu People gekk Reid, sem er 35 ára gömul, að eiga danska kaupsýslumanninn Michael Lilleund á laugardaginn. Nokkrum klukkustundum áður en hún tilkynnti um giftinguna birti hún skilaboðin: „Ég var rétt í þessu að trúlofa mig!“

Samkvæmt tímaritinu kynntist parið í nóvember síðastliðinn í Saint Tropez í Frakklandi. Áður var Reid trúlofuð netmógúlnum Michael Axtmann en þau slitu samvistum árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir