Raunveruleikastjarna sviptir sig lífi

Russell og Tylor Armstrong meðan allt lék í lyndi.
Russell og Tylor Armstrong meðan allt lék í lyndi. mbl.is/CoverMedia

Russell Armstrong úr þáttunum, Real Housewives of Beverly Hills, svipti sig lífi í fyrradag. Vinur hans segir að raunveruleikaþátturinn hafi gert út af við hann. Armstrong  var giftur raunveruleikastjörnunni Tylor Armstrong, en um hana fjölluðu einmitt fyrrnefndir þættir. 

Russell var virkur þátttakandi í raunveruleikaþáttunum ásamt dóttur þeirra, Kennedy, sem er fimm ára. Auk þess komu synir hans tveir úr fyrri samböndum fyrir í þáttunum. 

Í júlí bað Tylor Armstrong um skilnað og ásakaði Russell Armstrong um að hafa misnotað sig. Russell, sem var bankastjóri og fjárhættuspilari, á að hafa verið kominn í veruleg fjárhagsvandræði þegar hann stytti sér aldur. 

Russell fannst látinn í húsi sem hann deildi með vinum sínum á Mulholland Drive í Los Angeles. Það sem vekur athygli er að hann skildi ekki eftir nein skilaboð og það fannst hvorki áfengi né eiturlyf á staðnum. Tom Vickers, vinur Russell, sagði í samtali við RadarOnline að þetta væru hræðilegar fréttir. „Ég talaði síðast við Russell  4. ágúst og mér fannst hann hljóma allt öðruvísi en sá Russell sem ég þekkti. Ég skynjaði að hann væri leiður og hann sagði mér að raunveruleikaþátturinn væri að ganga frá honum.“Fyrrverandi eiginkona Russell, Barbara Frederickson sagði að Tylor ætti virkan þátt í því hvernig fór. „Ég vorkenni Tylor ekki neitt því hún á sína sök á þessu. Ég varaði Russell við þessari konu. Hún dró hann inn í þetta rugl.“
Barbara og Russell eiga son saman sem verður 14 ára í vikunni. Hún segir að það sé ekki óskastaða fyrir dreng á þessum aldri að horfa á eftir föður sínum. „Hann var frábær pabbi. Þeir feðgar voru nánir og því verður erfitt fyrir son minn að ganga í gegnum þetta.“
Russell og Barbara giftu sig 1997 en skildu fljótlega eftir að sonur þeirra fæddist. Hún segist aldrei hafa trúað orði af því sem kom fram í raunveruleikaþáttunum og segir að þetta hafi verið eitt stórt leikrit hjá Tylor. Russell átti einnig 11 ára gamlan son með fyrrverandi unnustu sinn, Milette Fields.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir