Svíakonungur fékk ekki borð

Sænsku konungshjónin.
Sænsku konungshjónin. Reuters

Skömmustulegur veitingahúseigandi í Suður-Þýskalandi viðurkenndi í morgun að hafa vísað sænsku konungshjónunum frá á fimmtudaginn þegar þau komu á staðinn og spurðu hvort þar væri laust borð.

Veitingahúsið, Zum Gueldenen Stern, hefur verið rekið síðan á 16. öld og er nú í eigu Nadine Schellenberger.

„Ég þekkti þau ekki, þau voru hvorki með kórónur né veldissprota. Ég hef engan áhuga á kóngafólki og hef ekki tíma til að lesa slúðurblöð,“ sagði Nadine í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Það skiptir ekki máli hvort þú ert götusópari eða drottning; það var einfaldlega ekkert laust borð á veitingastaðnum og við vorum mjög upptekin.“

Engu að síður hyggjast Schellenberger og eiginmaður hennar senda konungshjónunum afsökunarbeiðni.

„Við viljum segja þeim að okkur þyki leitt að hafa ekki borið kennsl á þau og að okkur þyki leitt að hafa ekki getað þjónustað þau. En þau eru velkomin hvenær sem er,“ segir Nadine Schellenberger.

Heimildir herma að konungshjónin, þau Karl Gústaf og Sylvía, og fylgdarlið þeirra hafi á endanum fengið sér pítsu á nálægu markaðstorgi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar