Heimsljós sett upp í Þjóðleikhúsinu

Leikarar og annað starfsfólk Þjóðleikhússins fagnar nýju leikári.
Leikarar og annað starfsfólk Þjóðleikhússins fagnar nýju leikári.

Kjartan Ragnarsson leikstjóri mun setja upp nýja leikgerð af Heimsljósi eftir Halldór Laxness í vetur. Verkið verður frumsýnt um jólin. Í dag hófst nýtt leikár í Þjóðleikhúsinu.

Í fréttatilkynningu segir að aðsókn að Þjóðleikhúsinu hafi verið mjög góð á síðasta ári og listrænn árangur mjög góður.

Dagskrá haustsins hefst með opnu húsi næstkomandi laugardag, 27. ágúst, klukkan 14:00-17:00, en opið hús er nú fastur liður í haustdagskrá leikhússins. Það verður mikið um að vera í Þjóðleikhúsinu þennan dag, þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á grillaðar pylsur, fjölskyldudagskrá á sStóra sviðinu, söngperlur í Leikhúskjallaranum, kynnisferðir, andlitsförðun og margt fleira.
 
Þá sömu helgi, eða sunnudaginn 28. ágúst, verður fyrsta sýning leikársins á hinu geysivinsæla barnaleikriti Ballinu á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju og 2. september hefjast aftur sýningar á söngleiknum Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson.


Fyrsta frumsýning haustsins verður í Kassanum um miðjan september á nýju verki eftir margverðlaunaðan skáldsagnahöfund, Auði Övu Ólafsdóttur, en þetta er hennar fyrsta leikrit og nefnist Svartur hundur prestsins.
 
Haustsmellurinn á Stóra sviðinu verður ný endurfrumsýning á gamanleiknum Listaverkinu eftir Yasminu Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens, með þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Ingvari E. Sigurðssyni og Baltasar Kormáki í hlutverkum, en sýningin naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma.


Hið kynngimagnaða verk Hreinsun eftir Sofi Oksanen kemur á svið í október, í leikstjórn Stefáns Jónssonar, og gengur Margrét Helga Jóhannsdóttir til liðs við Þjóðleikhúsið í þeirri sýningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach